Þekking á jafnrétti kynjanna

RitstjórnFréttir

IMG_0164Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir og Aleksandra Mazur eru nemendur í félagsfræði hjá Ívari Erni Reynissyni. Að undanförnu hafa nemendur hans gert kannanir af ýmsu tagi. Á dögunum gerðu þær Ingibjörg og Aleksandra könnun á þekkingu og skoðunum samnemenda sinna og fleiri á jafnrétti kynjanna. Stelpurnar komust að því að almennt er þekking á jafnrétti nokkuð góð. Þær greindu mismunandi svör eftir aldri fólks og fannst sem stuðningur eldri karla við jafnréttisbaráttu kvenna væri jafnvel meiri en hjá konunum sjálfum. Sumar konurnar sögðu meira að segja að nú væri nóg komið af jafnréttisbaráttu og rétt væri að hætta henni áður en konur fengju meiri réttindi en karlar.
Þær Ingibjörg og Aleksandra taka undir þetta og segjast hafa nokkrar áhyggjur af því að bráðum þurfi karlar að fara að berjast fyrir réttindum sínum.