Þemadagar í MB

RitstjórnFréttir

Dagana 13. – 15.IMG_2766 október eru þemadagar í MB. Hefðbundin kennsla er lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara.
Þema þessara daga er andstæður og munu hóparnir vinna hver að sinni útfærslu á því orði. Auk þess að vinna saman í hópum verða tveir fyrirlestrar eða erindi.  Fyrrverandi nemandi MB Daði Freyr Guðjónsson mun ræða við nemendur um mikilvægi náms í framhaldsskóla og Gísli Einarsson fréttamaður RUV segir frá upplifun sinni í tenglsum við gerð þáttanna um flóttafólk á Miðjarðarhafi.
Þemadögum lýkur með uppskeruhátíð fimmtudaginn 15. október. Þá verður afrakstur vinnunnar kynntur með ýmsum hætti.