Þingmaður í heimsókn

RitstjórnFréttir

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi kom í heimsókn síðastliðinn föstudag og ræddi við nemendur í félagsfræði 304, sem fjallar um stjórnmálafræði. Guðmundur svaraði ýmsum spurningum nemenda, t.d. varðandi laun þingmanna, stefnumál sín, Evrópumálin, ríkisstjórnina, kreppuna og fortíð og nútíð Framsóknarflokksins
Einnig settist hann á kaffistofu kennara og ræddi lengi við þá. Von er á þingmönnum frá öllum flokkum kjördæmisins síðar á önninni en þessi hefð hefur komist á við kennslu áfangans. Hópurinn heldur síðan í vikunni í vettvangsferð á Alþingi og Bessastaði þar sem forseti lýðveldisins tekur á móti honum.