Hvaða áfanga langar þig að taka á næstu önn? Á Innu eru komnir inn skylduáfangar næstu annar (nemenda í staðnámi) – heildarfjöldi eininga á önn eru 33 – 34 einingar. Einhverjir nemendur þurfa að velja 1 – 3 áfanga til viðbótar við skylduáfangana. Með vali staðfesta nemendur nám sitt á vorönn. Valið fer fram miðvikudaginn 20. október nk. Skoðið vel ykkar námsferil og þá áfanga sem eru í boði fyrir næstu önn (sjá https://menntaborg.is/namid/afangar-i-bodi/ Allir kenndir áfangar á vorönn eru í boði auk sjö sérstakra valáfanga (sjá auglýsingar á göngum og í tölvupósti).
Áfangarnir sem eru sérstakir valáfangar eru:
- Enski boltinn – BOLT2EB04
- Afþreyingarsálfræði – SÁLF1AÞ04
- Lögfræði – LÖGF2LR05
- Vísindaenska – ENSK3NV05
- Útivist í snjó – ÚTIV1ÚS02
- Rafíþróttir 2 – ÍÞRG1RÍ02
- Stafræn listsköpun – LIST1IN02
Til þess að áfangi verði kenndur þarf fjöldinn að vera að lágmarki 10 nemendur.