Úthlutað verður úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. júní næstkomandi. Að þessu sinni hljóta tuttugu og sex nýnemar styrki, meðal annars með stuðningi Aldarafmælissjóðs og Happdrættis Háskóla Íslands.
Í hópi styrkþega er Þorkell Már Einarsson sem dúxaði á stúdentsprófi við Menntaskóla Borgarfjarðar nú í vor. Hann stefnir á að hefja nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands á haustmisseri.