Í pistli sem ber yfirskriftina „Þriggja ára nám til stúdentsprófs er mögulegt“ fjallar Ívar Örn Reynisson, félagsfræðakennari, um reynslu nemenda og kennara Menntaskóla Borgarfjarðar af slíku fyrirkomulagi. Ívar Örn hefur starfað við MB frá því skólinn hóf starfsemi árið 2007 og hefur því umtalsverða reynslu af kennslu á þriggja ára námsbrautum. Pistilinn, sem birtist á vef Kennarasambands Íslands, má lesa hér.