Þrír nemendur MB í læknisfræði og sjúkraþjálfun í haust

RitstjórnFréttir

Niðurstaða inntökuprófs fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands, sem haldið var dagana 13. og 14. júní 2012, liggur nú fyrir. Þrír nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar þreyttu inntökupróf, Alexander Gabríel Guðfinnsson þreytti inntökupróf í læknisfræði ásamt 307 öðrum nemendum og var einn af 48 sem náðu því prófi. Birna Ósk Aradóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir þreyttu inntökupróf í sjúkraþjálfun ásamt 63 öðrum og voru í hópi 25 nemenda sem náðu því prófi. Glæsilegur árangur okkar fólks. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju.