Tökum til hendinni

Ritstjórn Fréttir

Untitled copyÍ tilefni af verkefninu “Tökum til hendinni” ákvað starfsfólk Menntaskólans taka til hendinni í nágrenni skólans. Fengnir voru steinsteyptir hringir í Loftorku til að verja birkiplöntur sem aðskilja bílastæði skólans og Hyrnutorgs. Þrjár myndarlegar birkiplöntur frá Sædísi í gróðrarstöðinni Gleym mér ei voru gróðursettar og beð næst Borgarbrautinni hreinsað,  lagfært og bætt í það plöntum sem Agnes Hansen garðyrkjufræðingur og kennari kom með og gaf skólanum.

Það er von okkar í MB að haldið verði áfram á þessari braut og að fyrirtæki og einstaklingar haldi áfram að fegra umhverfi sitt.  Loftorku, Borgarbyggð, Gleym mér ei og öðrum sem komu að átakinu við menntaskólann eru færðar miklar þakkir.

Á myndinni eru Veronika Sigurvinsdóttir þjónustufulltrúi, Agnes Hansen dönskukennari og Þóra Árnadóttir náttúrufræðikennari. Þær höfðu veg og vanda af gróðursetningunni við MB.