Tómas R. Einarsson í heimsókn í MB

RitstjórnFréttir

tomasTómas R. Einarsson heimsótti nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í dag. Tómas er þekktur fyrir frábæra hæfileika á kontrabassa og sem djass tónskáld auk þess sem hann hefur tekið að sér þýðingar á spænskum bókmenntum yfir á íslensku. Tómas er einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djassmenningu og hefur unnið með mörgum góðum tónlistarmönnum eins og Mugison, Ragnheiði Gröndal, Sigríði Thorlacius og fleirum. Árið 2003 hlaut Tómas tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrir breiðskífu sína, Havana en árið 2004 hlaut platan “Dansaðu fíflið þitt, dansaðu!” öll þrenn verðlaunin í djassflokki Íslensku Tónlistarverðlaunanna.

Tómas ræddi um hagkvæmi spænskukunnáttunnar og sagði frá því hvað hafði orðið til þess að hann fór að læra spænsku og hvaða möguleika spænskan opnaði fyrir honum í tónlistinni. Hann spilaði fyrir okkur nokkur tóndæmi á kontrabassann og sýndi okkur myndbönd og spilaði fyrir okkur hljóðritað lag. Við þökkum Tómasi kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur og David Hildalgo Rodriguez spænskukennara fyrir að hafa boðið honum að koma til okkar.