Tveir nemendur MB fá styrk úr afreksmannasjóði UMSB

RitstjórnFréttir

Tveir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar, þeir Daði Freyr Guðjónsson og Bjarki Pétursson, hlutu styrk úr afreksmannasjóði UMSB. Daði Freyr er dansari hjá Dansíþróttafélagi Borgarfjarðar og Bjarki Pétursson er kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness. Alls fengu sex íþróttamenn styrk að þessu sinni. Afreksmannasjóður UMSB var stofnaður á sambandsþingi 2008 og er tilgangur sjóðsins að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Á myndinni má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra ásamt fulltrúum úr stjórn afreksmannasjóðsins. Daði Freyr er fyrir miðju á myndinni og Pétur Sverrisson, faðir Bjarka, annar frá hægri.

zp8497586rq