Tveir útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Tveir nemendur útskrifuðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 20. desember 2018. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir útskrifaðist af Opinni braut og Dagrún Irja Baldursdóttir af Náttúrufræðibraut. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur en formleg útskrift verður í maí.

Á myndinni má sjá Ástu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.