Ungur rithöfundur spjallar við nemendur

Ritstjórn Fréttir

IMG_0277Halldór Armand Ásgeirsson er ungur rithöfundur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum. Halldór leit við í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu, spjallaði við nemendur og las úr bókinni. Vince Vaughn í skýjunum inniheldur tvær nóvellur. Í þeim er meðal annars fjallað um internetið þar sem allir geta orðið stjörnur. Aðalpersónur sagnanna eru Sara og Þórir, menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og Lottókynnir í sjónvarpinu. Þau eru algerlega óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau en Þórir verður alræmdur á Íslandi og Sara alþjóðleg stjarna.

Nemendur tóku vel á móti Halldóri og spurðu ýmissa spurninga, m.a. hvort bókin kæmi ekki örugglega bráðum út á netinu!