Uppbroti lokið

Ritstjórn Fréttir

IMG_2360Eins og fram hefur komið var hefðbundin kennsla lögð til hliðar nú í vikunni og þess í stað unnu nemendur að fjölbreyttum verkefnum innan skóla og utan. Í morgun var svo haldin nokkurs konar uppskeruhátíð. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hélt fyrirlestur um kynlíf og kynhegðun og að því loknu kynntu nemendur afrakstur vikunnar. Loks var boðið upp á heitt kakó, samlokur og skúffuköku í mötuneytinu.

Það er mat bæði nemenda og kennara að þessi nýbreytni hafi tekist vel og áætlanir eru uppi um að slíkt verði fastur liður í skólastarfinu.