Upphaf kennslu

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 18. ágúst.

Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn (fram að 18 ára aldri) geta séð sína stundaskrá í INNU, nemendaskráningarkerfi,  sjá tengil hér; https://inna.is/ . Hér skrá sig allir inn á rafrænum skilríkjum. Ef innskráning er ekki að virka má hafa samband við skrifstofu menntaborg@menntaborg.is

Í INNU geta nemendur einnig séð í hvaða áfanga þeir eru skráðir á haustönn, mikilvægt er að skoða í samhengi við það hvaða námsgögn nemendur þurfa að útvega sér. Bókalistann má nálgast hér; https://menntaborg.is/namid/bokalistar/  Nemendur geta óskað eftir því að fara í fleiri eða færri áfanga (töflubreytingar) fram til 22. Ágúst, best er að sækja um slíkt hjá @Lilja S. Ólafsdóttir (lilja@menntaborg.is )

 

Nýnemamóttaka er föstudaginn 15. ágúst og allir nýnema mæta hér á sal skólans klukkan 10:00. Það er mikilvægt að allir nýnemar mæti, hvort heldur þeir koma beint úr tíunda bekk eða eru að koma úr öðrum skóla hingað í MB.   Nemendur fá hér hressingu, spjalla á sal með skólameistara, eiga fund með umsjónarkennara og fá helstu gögn og aðgang að O365 og kennslukerfi skólans. MJÖG mikilvægt er að nemendur hafi meðferðis fartölvu og gef sér tíma til að komast inn í kerfi skólans. Hér til aðstoðar verður starfsfólk skólans ásamt tölvuumsjónarmanni.

 


Hagnýtar upplýsingar

Við bendum á upplýsingasíðu um upphaf annar og hvetjum nem­endur til að kynna sér efni síðunnar. Þar má finna ýmsar upp­lýs­ingar um skólann og skóla­starfið.

 

Að lokum vil ég taka sérstaklega fram að ef spurningar vakna þá verið endilega í sambandi við  skrifstofa skólans. Við erum hér til að svara spurningum!