Upphaf skóla

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag mánudaginn 16. ágúst, var móttaka nýnema hér í MB, dagurinn gekk ljómandi vel og afskaplega gaman að sjá alla glaða, spennta og pínu stressaða hér í dag. Kennsla hefst svo á mánudaginn klukkan 09:00.

Það er að mörgu að hyggja við upphaf skóla og ekki síst hjá nýnemum. Það er mikilvægt að allir nemendur og foreldrar/forráðamenn kynni sé reglur, stoðþjónustu, og allt það sem er í boði í nýjum skóla.

Við í MB leggjum mikla áherslu á góð samskipti og vináttu og slíkt gengur best ef allir hlíta sömu reglum og sýna hver öðrum virðingu. Vellíðan í skóla er grundvöllur fyrir góðum árangri og framförum í námi. Leggjum áherslu á mikilvægi þess að  að skóli og ástundun náms sé í fyrsta sæti, sýnum metnað í námi og gerum alltaf betur!

 

Hér að neðan eru svo nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við upphaf skóla en ég vil líka hvetja ykkur öll til að vera í sambandi við okkur á skrifstofu skólans ef eitthvað er sem þið viljið spurja um eða eruð óviss með, til þess erum við!

 

Mötuneyti

Hægt er að skrá sig í mat í mötuneyti skólans og hvetjum við alla til að ganga frá skráningu sem allra fyrst. Hægt er að velja sér hvaða daga er verið í mat en við vissulega mælum með að vera í mat alla daga alla mánuði fram á vor, enda maturinn góður, hollur og á frábæru verði.  Sjá upplýsingar hér.

Matseðill:  https://menntaborg.is/thjonusta/matsedill-manadarins/

Verðskrá: https://menntaborg.is/thjonusta/gjaldskra/

 

Stoðþjónusta

Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi

Guðríður Ringsted skólahjúkrunarfræðingur

Sálfræðiþjónusta

Skólareglur

Það er mikilvægt fyrir alla að kynna sér skólareglur í MB. Hér erum við öll jöfn og förum eftir reglum til að tryggja góð samskipti.

Reglur um skólasókn.

https://menntaborg.is/namid/skolasokn/

Skólareglur

                        https://menntaborg.is/namid/skolareglur/

            Verkefnaskil

                        https://menntaborg.is/namid/verkefnavinna-og-verkefnaskil/

 

Við bendum á að stundaskrár eru aðgengilegar á INNU, þar má sjá nöfn áfanga sem nemandi er skráður í. Ef spurningar vakna um að bæta við sig áföngum eða skrá sig úr er bent á að hafa samband við Lilju S. Ólafsdóttur aðstoðarskólameistara. 

 

Bókalisti liggur hér (nöfn áfanga má sjá í INNU)

https://menntaborg.is/namid/bokalistar/