Upphaf skólastarfs á vorönn 2014

RitstjórnFréttir

IMG_0408Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 13. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar afhentar klukkan 9.00 og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 10.00. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu frá hádegi föstudaginn 10. janúar.

Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda var 3. janúar síðastliðinn.

Nemendafélagsgjald fyrir vorönnina er 3000 krónur. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í starfi nemendafélagsins og eiga þátt í að móta og efla félagslíf í MB.

Nemendur þurfa að vera með fartölvu í skólanum og fá aðgang að interneti og kennslukerfi skólans við upphaf skólagöngu. Nemendur sem ekki hafa fartölvu geta fengið lánaða tölvu í skólanum í eina kennslustund í senn samkvæmt ákvörðun kennara.

Bókalista og allar nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans.

zp8497586rq