Upphaf skólastarfs

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband.

Kennarar eru að vinna að undirbúningi kennslu og við upphafi starfs situr starfsfólk og kennarar  meðal annars námskeið hjá KVAN, en samstarf MB og KVAN lifir góðu lífi og á upphafsdögum haustannar munu nemendur einnig fá þjálfun hjá KVAN.

Við minnum á að nýnemar mæta í skólann miðvikudaginn 17. ágúst frá 10:00  – 12:00 og allir nemendur mæta svo samkvæmt stundaskrá í skólann fimmtudaginn 18. ágúst.

Við bendum nemendum á að bókalista má nálgast á heimasíðu skólans sjá hér;  https://menntaborg.is/namid/bokalistar/

Það er mikil tilhlökkun í loftinu í MB fyrir næsta skólaári, aðsókn í skólann er með miklum ágætum og margt nýtt í starfinu að raungerast á þessu skólaári, þessa dagana er til að mynda verið að vinna að uppsetningu KVIKU- skapandi rýmis, þróunarhópur námsefnis fyrir STEAM áfanga vinnur hörðum höndum að undirbúningi þeirra áfanga, en fyrsti slíki áfanginn verður kenndur voörnn 2023.

Kæru vinir verið velkomin í MB