Leikfélagið SV1 frumsýnir á föstudagskvöldið söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar.
Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Sýningar verða sem hér segir:
Föstudaginn 28. nóvember – FRUMSÝNING – kl. 20:00 – UPPSELT.
Mánudaginn 1. desember – 2. sýning – kl. 20:00.
Miðvikudaginn 3. desember – 3. sýning – kl. 20:00.
Föstudaginn 5. desember – 4. sýning – POWERSÝNING – kl. 22:00 – Örfá sæti laus.
Sunnudaginn 7. desember – 5. sýning – kl. 17:00.
Almennt miðaverð er 2500 krónur, 1500 krónur fyrir NFMB, 1000 krónur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Hver fjölskylda greiðir þó aldrei meira en 6000 krónur.
Í Rocky Horror segir frá tveimur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar úti á þjóðvegi. Eina húsið í nágrenninu er kastali Dr. Frankenstein. Húsbóndi kastalans reynist vera Dr. Frank N Furter sem kemur frá plánetunni Transilvaníu. Dr. Frank N Furter er á kafi í vísindatilraun, er að búa til hinn fullkomna mann; Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í vægast sagt undarlegu og stórhættulegu ævintýri. Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elskar.
Á myndinni má sjá leikendur í sýningunni bregða á leik í Hyrnutorgi á dögunum.
Með helstu hlutverk fara: Stefnir Ægir Stefánsson, Rúnar Gíslason, Ellen Geirsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir, Ísfold Rán Grétarsdóttir, Jóna Jenný Kjartansdóttir Waage, Baldur Snær Orrason, Ágúst Þorkelsson og Samúel Halldórsson.