Úr félagslífi MB

RitstjórnFréttir

 

14407902_10208868405039953_987896468_o

Paintball ferð nemenda MB í skemmtigarðinn.

Nemendur Menntaskólanns fóru á fimmtudaginn 22.09.16 í skemmtigarðinn í Reykjavík þar sem þau tóku þátt í framhaldsskólakeppni í Paintball 2016. Alls kepptu níu lið þennan dag Þrjú sjö manna karla lið og eitt kvenna liðanna var frá okkur í MB. Menntaskóli Borgarfjarðar fékk tvö lið áfram í næsta riðil keppninnar sem fram fer innan fárra vikna. Allt fór vel fram og voru nemendur sjálfum sér og skólanum til fyrirmyndar.

 

West side

Um þessar mundir er stjórn NMB að undirbúa hátíðina West side sem haldinn verður 27. Október hér í Borgarnesi. West side er sameiginleg hátið framhaldsskóla á vesturlandi þar sem nemendur hittast og gera sér glaðan dag í allskyns fjöri og keppnum um daginn en svo lýkur öllu með heljarinnar dansleik um kvöldið í Menntaskóla Borgarfjarðar.