Úrslit í kosningum NMB

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 30. apríl var kosið í nýja stjórn nemendafélags skólans. Nýr formaður er Lilja Hrönn Jakobsdóttir og með henni í stjórn eru Eyrún Baldursdóttir gjaldkeri, Berglind Ýr Ingvarsdóttir ritari og Pétur Freyr Sigurjónsson skemmtanastjóri. Einn stjórnarmaður í viðbót verður kjörinn úr hópi nýnema í haust. Við óskum nýrri stjórn farsældar í starfi og til hamingju með kosninguna.