Úrsúla Hanna og Valur Örn báru sigur úr býtum

Ritstjórn Fréttir

0Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn Vífilsson báru sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags MB í síðustu viku. Úrsúla söng lagið Vor í Vaglaskógi og Valur lék undir á gítar. Lagið, sem margir þekkja,  er eftir Jónas Jónasson við texta eftir Kristján frá Djúpalæk. 9 atriði voru flutt í keppninni og voru þau hvert öðru betra enda mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem stundar nám við MB. En það verða semsagt þau Úrsúla og Valur sem verða fulltrúar MB í söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri  þann 5. apríl næstkomandi.