Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar  

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.   

Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur og starfsfólk skólans kemur til með að nýta aðstöðuna í verklegri kennslu og stafrænni hönnun og miðlun sem er áhersla í öllum áföngum skólans. Kvika verður einnig opin almenningi og öðrum skólum og stofnunum í Borgarbyggð.   

Markmið starfs   

Að halda utan um þróun Kviku sem fjölnota skapandi rýmis innan MB í samstarfi við aðila utan skólans og samfélagið í Borgarbyggð. Byggja upp faglega þjónustu við nemendur og starfsfólk sem og aðra framtíðar notendur Kviku.              

Helstu verkefni  

Annast daglegan rekstur og þróun Kviku sem fjölnota skapandi rýmis í takt við þarfir skólans og samstarfsaðila.   

Hafa umsjón með öllum  tækjakosti, annast innkaup og viðhald á búnaði innan Kviku í samráði við næsta yfirmann.  

Styðja við innleiðingu stafrænnar hönnunar og miðlunar í skólanum með fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur eins og þörf er á hverju sinni.    

Taka þátt í kennslu STEAM áfanga.   

Helda utan um fræðslu og þjálfun í Kviku fyrir starfsfólk MB og aðra hópa.   

Menntun og hæfni  

Menntun sem gagnast í starfi eins og margmiðlun, upplýsingatækni, vöruhönnun, forritun eða annað sem fellur að þörfum starfsins.   

Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.   

Kennsluréttindi eða kennslureynsla er æskileg.   

Góðir samstarfshæfileikar, rík þjónustulund og áhugi á að vinna með ungu fólki.  

Hæfni til að taka þátt í skólaþróun og samvinnu í teymum.   

Hæfni til að taka þátt í samfélagslegri nýsköpun.   

Um fullt starf er að ræða frá 1. ágúst 2022  

 Umsóknir skulu berast til skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar á tölvupóstfangið bragi@menntaborg.is. Senda skal náms- og starfsferilsskrá með innsendri umsókn ásamt þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningarferlinu, t.d. prófskírteini. Innsend gögn verða lögð til grundvallar í ráðningu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.  

Umsóknarfestur er til 5. júní 2022  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu, en skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.  

Nánari upplýsingar veitir skólameistari Bragi Þór Svavarsson á netfanginu bragi@menntaborg.is eða síma 4337701