Útivistarferð nemenda MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Á vorönn 2022 er kenndur áfanginn Útivist í snjó. Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. 17 nemendur ásamt kennurunum Bjarna og Sössa lögðu af stað í ferðina sjálfa í gær og eru við skíðaiðkun í blíðunni í Bláfjöllum.