Útskriftarnemar dimmitera

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast 27. maí nk eru að dimmitera í dag. Nemendur mættu í skólann kl. 8:30 og snæddu morgunmat með starfsmönnum skólans sátu þar góða stund og gæddu sér af morgunverðarhlaðborði Sólrúnar. Sprelluðu aðeins á sal skólans og héldu síðan út í hinn stóra heim. Enda daginn með balli með nemendum FVA á Akranesi.