Útskriftarnemar heimsækja Bifröst

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Útskriftaremendur MB fengu boð frá Háskólanum á Bifröst um að koma í heimsókn og fylgjast með misserisverkefnavörnum nemenda á Bifröst í dag. Verkefnið sem þeir fylgdust með bar heitið “Wow air – velgengni og markaðssetning”, það var bæði áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni sem á vel við í dag þar sem ferðaþjónusta er í miklum uppgangi. Nemendum var boðið uppá hádegismat og kynningu á skólanum að lokum. Helga Karlsdóttir viðskiptagreinakennari og Kristján G. Arngrímsson félagsgreinakennari fóru með hópnum.