Vel heppnaður kynningarfundur

RitstjórnFréttir

Góðar umræður sköpuðust um forvarnir í sveitafélaginu Borgarbyggð á vel heppnuðum kynningarfundi sem fram fór í gær. Þar fjallaði Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga um niðurstöður rannsóknar á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar og áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks. Fundarmenn voru almennt sammála um þörfina á að efla forvarnir í sveitarfélaginu.