Vel heppnuð árshátíð 2012

Ritstjórn Fréttir

Vel heppnuð árshátíð Menntaskóla Borgarfjarðar var haldin í gær 15. mars. Hafði stjórn og árshátíðarnefnd nemendafélagsins veg og vanda að undirbúningi.  Húsið opnaði kl. 18.30 og hófst borðhald um 20:00. Að vanda voru kræsingar á borðum sem runnu ljúlega ofan í árshátíðargesti.
Skemmtiatriði kvöldsins voru af ýmsum toga, m.a. hljómsveit hússins og skemmtikrafturinn Maggi Mix. Einnig var tilkynnt hverjir voru valdir herra og ungfrú MB 2012, kennari ársins o. fl. Veislustjóri kvöldsins var Hjálmar Hjálmarsson, leikari með meiru og fór hann á kostum.

%%anc%%

zp8497586rq