Vel heppnuð haustferð

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 31. ágúst sl. fóru nemendur og starfsfólk MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 11 og haldið í Hafnarfjörð þar sem nemendur og kennarar fóru í skemmtilegan ratleik um miðbæinn. Hópunum gekk misvel að leysa þrautirnar en ein þrautin, sem gaf 10 stig, var að ná mynd af Ársæli fyrrverandi skólameistara ásamt selnum fræga. Eftir Hafnarfjarðardvölina var farið í Bláa Lónið. Eftir endurnæringu í heilsulindinni var haldið til Reykjavíkur á Pizza Hut þar sem nemendur enduðu daginn. Ferðin var skipulögð af nemendafélagi skólans og var þeim og skólanum til sóma.