Vetrarstarf skólakórsins að hefjast

RitstjórnFréttir

Kór Menntaskóla Borgafjarðar hefur nú starfsemi sína að nýju að loknu sumarleyfi. Kórinn, sem var stofnaður haustið 2011, hefur komið fram við margvísleg tækifæri og vakið mikla athygli. Kóræfingar verða á þriðjudögum og hefjast klukkan 17:00. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir söngkona og tónlistarkennari. Nýir söngfuglar eru boðnir velkomnir í kórinn.