Þriðjudaginn 28. október héldu nemendur úr stjórnmálafræðiáfanga og af starfsbraut í vettvangsferð til Reykjavíkur. Tilgangurinn var að kynnast lýðræðinu með skoðunarferð um Alþingishúsið auk þess að hitta þrjá þingmenn. Vel var tekið á móti hópnum og þingmenn NV-kjördæmis, þeir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, auk Guðmundar Steingrímssonar frá Bjartri framtíð tóku á móti hópnum. Þeir ræddu við hópinn um stjórnmál, eigin skoðanir, hugsjónir og fleira. Ferðin var mjög gagnleg og gaf góða innsýn í ólíkar hugmyndir og ekki síður um líf þingmannsins. Með nemendum í för voru Guðný Sigríður Gunnarsdóttir umsjónarmaður starfsbrautar og Ívar Örn Reynisson félagsfræðikennari.