Við óskum eftir samstarfi.

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Nemendum við Menntaskóla Borgarfjarðar hefur fjölgað verulega síðustu ár, ekki síst staðnemum. Þetta er ánægjuleg þróun og sérlega ánægjulegt að hingað sækja nemendur sem ekki eiga heimili í Borgarbyggð og þurfa annaðhvort að treysta á almenningssamgöngur eða að finna sér húsnæði í næsta nágrenni.  Hér í Borgarnesi eru búsettir núna á vorönn milli 15 og  20 nemendur annaðhvort í  húsnæði Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar eða á almennum leigumarkaði. Þetta er frábær hópur ungs fólks sem tekur þátt í samfélaginu og setur sinn brag á bæinn.

Nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíð hafa sammælst um að standa saman að byggingu nýs húsnæðis sem er hugsað sem  íbúðarhúsnæði fyrir 60 ára og eldri sem  og nemendagarðar fyrir nemendur MB.  Það liggur þó fyrir að þar til það verður að veruleika er vöntun á húsnæði fyrir nemendur sem stunda nám við MB.

MB og Nemendagarðar  MB leita því að samstarfsaðilum um húsnæði til leigu fyrir  nemendur skólans.  Hér getur verið um að ræða  húsnæði að ýmsum toga, allt frá einu herbergi til íbúða fyrr fleiri, leigutími er frá miðjum ágúst til miðs maí en það kann þó að vera sveigjanlegt.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við skólameistara MB

Bragi Þór Svavarsson bragi@menntaborg.is eða í síma 4337701