Viðtalstímar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar heldur í heiðri persónulegri þjónustu við nemendur. Kennarar eiga í mjög góðu sambandi við sína nemendur og lagt er upp með að vera til taks og ráðgjafar.
Til að leggja áherslu á þetta virka og persónulega samtal hér í MB þá höfum við ákveðið að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á að viðtalstímar allra kennara séu samkvæmt samkomulagi. Þetta þýðir að við einfaldlega bjóðum upp á að nemendur geti haft samband þegar þeim hentar í gegnum skrifstofu/síma/eða námskerfi til að ná sambandi við einstaka kennara og bóka viðtal.

MB er skóli sem býður upp á gott samtal!