Vordagur í MB – þjóðfundur, leikir og gaman

RitstjórnFréttir

IMG_0980Í dag, mánudaginn 27. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst klukkan 13.20 með því að efnt var til eins konar þjóðfundar um málefni skólans. Skipaðir voru sex manna hópar sem, undir öruggri stjórn borðstjóra, ræddu sín á milli  um helstu áhugaefni sín varðandi skólann.

Í niðurstöðum umræðnanna sem kynntar voru af borðstjórum komu fram margar athyglisverðar tillögur sem skipta má í nokkra efnisþætti.

Námið:

  • fleiri brautir, s.s. málabraut, listnámsbraut og grunnnám fyrir iðnnám
  • leggja áherslu á að nýta náttúru og umhverfi við nám í skólanum
  • fleiri valáfangar
  • námsver til að læra í
  • heimanámsaðstoð
  • auka bókakost á bókasafni með sérstakri áherslu á kjörbækur í tungumálum og ýmis uppflettirit

Félagslífið

  • nemendur þurfa að taka virkari þátt í félagslífi
  • halda böll í samvinnu við aðra framhaldsskóla í næsta nágrenni
  • bjóða upp á lengri ferðalög, s.s. skíðaferðir

Umhverfi

  • setbekki og gróður á skólalóð
  • mörk og trampólín á skólalóð
  • gróðurhús á skólalóð
  • stubbahús á bílastæði

Mötuneyti

  • fjölbreyttari morgunmat
  • meiri ávexti og grænmeti
  • gott kaffi og meira úrval af ýmsum smáréttum

Margt fleira athyglisvert kom fram í umræðunum og munu skólayfirvöld taka niðurstöður saman og mæta þeim með viðeigandi hætti.

Síðari hluta vordagsins nota nemendur til að leysa ýmsar þrautir utandyra, fara í sápubolta og sund og grilla pylsur í Skallagrímsgarði. Skólastarfi  vorið 2013 lýkur með brautskráningu stúdenta þann 7. júní næstkomandi.

zp8497586rq