Vordagur nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag héldu nemendur MB vordaginn sinn sem er árlegur viðburður í lok hvers skólaárs. Nemendur gerðu sér glaðan dag með því að fara í skemmtilegan stigaleik/ratleik þar sem þeir þurftu að bregða á hin ýmsu ráð til að ná stigum, svo var farið í glæsilegan sápubolta í Skallagrímsgarði þar sem nemendur öttu kappi með mismunandi árangri. Að lokum voru grillaðar pylsur ofan í liðið sem virtist vera mjög kærkomið eftir hamagang dagsins. Það var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér konunglega.