Fjör í sápufótbolta

Vordagur

Ritstjórn Fréttir

Fjör í sápufótboltaÞriðjudaginn 25. maí var haldin vordagur í MB. Þetta var jafnframt síðasti dagur heimsóknar frá CIS skólanum frá Svíþjóð. Byrjað var á keppni í körfubolta á milli nemenda MB og CIS sem fór fram í Íþróttahúsinu. Lið nemenda MB vann stórsigur á þeim sænsku. Boðið var upp á sund eftir leikinn þar sem slakað var á í heitu pottunum.

Eftir hádegi var flugdrekasmíði og sápufótbolti.  Sápufótboltinn var hin mesta skemmtun þar sem mátti sjá skemmtilega takta. Þegar búið var að smíða flugdrekana var farið með þá út til að reyna að koma þeim á loft, ekki fara miklar sögur af því. Síðar um daginn voru grillaðar pylsur sem voru borðaðar með bestu list.

Hóparnir úr MB og CIS kynntu verkefni sín á sal skólans sem þau höfðu unnið meðan á dvöl CIS hópsins stóð. Um kvöldið var svo lokahóf fram á nótt. Hópurinn úr CIS fór síðan um nóttina til baka til Svíþjóðar.