Vorferð nemenda

RitstjórnFréttir

IMG_3160

Miðvikudaginn 27. apríl fóru nemendur MB í sína árlegu vorferð. Dagurinn var frábær í alla staði, 30 hress og kát ungmenni gerðu sér glaðan dag. Farið var í skautahöllina þar sem hópurinn sýndi listir sínar og naut sín vel. Miðbil ferðarinnar var notað  í Kringlunni þar sem smá búðarráp var stundað, fengið sér næringu og mannlífið skoðað. Að því loknu var brunað í Bláa lónið þar sem hópurinn tanaði, buslaði og hélt áfram að skoða mannlífið, bara gaman. Á heimleiðinni náði hópurinn göngunum fyrir lokun naumlega en það hafðist. Veronika skólafulltrúi og MB „mamman“ fór með hópnum og vil koma þessum skilaboðum til hópsins: 

Takk fyrir frábæran dag þið sem komuð með – það er ekki erfitt verk að fara með nemendum MB í slíka ferð 🙂 Þið eruð snillingar.