West Side

RitstjórnFréttir

12166502_1509710092674937_463803091_nWest Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið í Ólafsvík þann 8. október síðastliðinn. Rúmlega 50 nemendur frá MB lögðu leið sína til Ólafsvíkur. Keppt var í blaki, fótbolta, handbolta og bumbubolta í íþróttahúsinu, pítsa snædd í grunnskólanum og loks haldin Gettu betur keppni sem lauk með sigri Fjölbrautaskóla Vesturlands.  Ballinu lauk um eittleytið og nemendur MB komu loks heim í Borgarnes um þrjúleytið aðfaranótt föstudags. Þeir  stóðu sig vel í öllum keppnunum og voru skólanum til sóma.