Félagsfræðibraut

Á félagsfræðabraut er megin áherslan á samfélagsgreinar og viðskiptagreinar en 50 einingar eru á þessu sviði brautarinnar.  Innan samfélags- og viðskiptagreina eru 16 valeiningar eða flakkarar sem nemendur geta fært á milli allt eftir hvaða áherslur þeir eru að leggja á sitt nám.  Mögulegt er í framtíðinni þegar nemendafjöldinn eykst að auka val áfanga innan þessara tveggja meginsviða brautarinnar.  Unnið er að nánari útfærslu á viðskiptagreinum brautarinnar í samvinnu við Háskólann á Bifröst en Menntaskóli Borgarfjarðar horfir sérstaklega til þess skóla sem viðtökuskóla fyrir nemendur af félagsfræðabraut.  Einnig er lögð áhersla á nám og kennslu í erlendum tungumálum en þar eru valeiningarnar átta.

Brautarlýsingu má nálgast hér (með fyrirvara um breytingar)