Náttúrufræðibraut

Á náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar er megináherslan á náttúrufræði, alls 30 einingar, auk samfélagsgreina og stærðfræði. Innan náttúrufræðigreina eru 8 valeiningar sem nemendur geta fært á milli áfanga. Nemendur á náttúrufræðibraut taka einnig 6 einingar í viðskiptagreinum en 4 af þeim eru valeiningar. Unnið er að nánari útfærslu á greinum innan náttúrufræðinnar og stefnt að nánu samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hvað það varðar, sem og samnýtingu á rannsóknaraðstöðu og þekkingarauði. Einnig er lögð áhersla á nám og kennslu í erlendum tungumálum en þar eru valeiningarnar átta eins og á félagsfræðabrautinni.

Brautarlýsingu má nálgast hér (með fyrirvara um breytingar)