Leiðbeinandi reglur um frágang lokaverkefna við Menntaskóla Borgarfjarðar
- Nota skal 12p Times New Roman letur.
- Línubil skal vera eitt og hálft.
- Heiti ritgerðar er skráð með 18 punkta feitu letri.
- Kaflaheiti eru skráð með 14 punkta feitu letri og jafnað vinstra megin.
- Heiti undirkafla eru skráð með 12 punkta feitu letri og jafnað vinstra megin.
- Bókatitlar sem koma fyrir í texta skulu skáletraðir.
- Í lokaverkefnum skal ekki nota síðuhaus.
- Ritgerðin skal hafa sérstaka forsíðu. Á forsíðu kemur fram nafn höfundar, kennitala, heiti verkefnis, tákn skólans og heiti, heiti brautar og önn. Heimilt er að hafa mynd á forsíðu.
- Á eftir forsíðu kemur autt blað og síðan ágrip á síðu 2.
- Blaðsíðutal skal vera neðst á síðu fyrir miðju. Ritgerðin skal öll, að viðaukum meðtöldum ef þeim er til að dreifa, vera með samfelldu blaðsíðutali. Blaðsíðutal hefst með ágripi á síðu 2.
- Ágrip kemur á undan efnisyfirliti. Um er að ræða 100 – 150 orða hnitmiðaðan útdrátt úr efni ritgerðarinnar. Þar skal greint frá höfuðefnisþáttum ritgerðarinnar, aðferðum og niðurstöðum.
- Texti skal inndreginn við greinaskil. Hann er ekki inndreginn í fyrstu línu hvers kafla.
- Kaflaskipt meginmál ritgerðarinnar hefst á eftir efnisyfirliti. Ef sérstakt yfirlit er um myndir og töflur skal það koma á eftir almennu efnisyfirliti, á undan meginmáli.
- Í lok ritgerðar skal vera nákvæm heimildaskrá.
- Ef skráning einstakrar heimildar nær yfir meira en eina línu skulu seinni línur inndregnar um þrjú bil.
- Tilvísanir, tilvitnanir og heimildaskrá skulu í samræmi við APA staðalinn.
- Ef um er að ræða viðauka sem fylgja ritgerðinni skulu þeir koma á eftir heimildaskrá.
- Ritgerðin á að vera prentuð öðrum megin á síðu.
- Ritgerðin skal vera í bókarformi (A4) og límd með svörtu á kili.
- Tveimur prentuðum eintökum skal skilað á skrifstofu skólans.
- Rafrænu eintaki skal skilað til leiðbeinanda.