Verði nemandi uppvís að misferli í verkefnavinnu er verkefnið ógilt (einkunn 0). Sama gildir ef nemendur afrita verkefni hver frá öðrum, þá eru verkefni beggja/allra ógild. Frekari brotum verður vísað til skólameistara. Ítrekuð brot geta leitt til brottrekstarar úr námi.
- Nemendur skulu vinna verkefni sem lögð eru fyrir í áföngum samkvæmt fyrirmælum kennara og kennsluáætlun. Verkefni eru einstaklingsverkefni sé annað ekki tekið fram.
- Að skila, undir eigin nafni, lausn sem annar hefur unnið er brot á skólareglum. Alvarleg eða endurtekin brot af þessu tagi geta varðað brottrekstri úr áfanga.
- Alltaf skal geta heimilda þegar notað er efni frá öðrum, hvort sem það er texti, hljóð eða mynd hvort sem það er fengið úr bók, af vefnum eða öðrum miðlum.
Reglur um verkefnaskil:
- Nemendur sjá inni á kennslukerfi ( Moodle) hvaða verkefnum á að skila í hverri viku. Nemendum ber að fylgjast með því hvaða verkefni eru lögð fyrir í öllum áföngum sem þeir eru skráðir í.
- Kennarar ákveða skilafresti fyrir verkefni í hverjum áfanga. Þegar skilafrestur rennur út er lokað fyrir verkefnaskil og réttar lausnir eru birtar, þar sem það á við.
- Nemendur skulu hafa nægan tíma til að vinna skilaverkefni, miða skal við eina viku að jafnaði, lengri tíma ef verkefnin eru mjög stór.
- Ef veikindi eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður valda því að nemandi getur ekki skilað á réttum tíma getur hann sótt um frest til skólastjórnenda. Það þarf að gerast áður en skilafrestur rennur út. (Þessi regla gildir aðeins um verkefni sem gilda 10% eða meira.)
- Hafa skal í huga að nemendur með skilgreinda námserfiðleika, eiga rétt á, skv. lögum um framhaldsskóla, ákveðnum tilslökunum varðandi verkefnaskil. Nemandi með skilgreinda námserfiðleika sem telur sig þurfa lengri skilafrest getur leitað til námsráðgjafa og óskað eftir slíku úrræði í viðkomandi verkefni og fengið skilafrest t.d. til næsta dags. Hann þarf þó að láta viðkomandi kennara vita 24 tímum áður en fresturinn rennur út.