Einn dag í viku er ekki kennt eftir stundaskrá heldur mæta nemendur að morgni og vinna að þeim verkefnum sem liggja fyrir í hverjum áfanga fyrir sig. Allir kennarar eru á staðnum, ganga milli nemenda og aðstoða eftir þörfum. Þessi nýbreytni var gerð með það að markmiði að efla ákveðna þætti bæði í kennslunni og í námi nemenda, með þessari leið er verið að gefa kennurum tækifæri til að sinna öllum nemendum betur ásamt því að nemendur geta skipulagt betur nám sitt eftir aðstæðum og vinnuálagi hverju sinni. Mætingarskylda er í vinnustofur eins og um hefðbundna kennslu væri að ræða