Skólastarfið í MB er komið á fullt og byrjar vel. Nemendur eru áhugasamir og greinilegt að þeir kunna að meta það að komast í skólann og sinna námi við nokkuð hefðbundnar aðstæður. Skólastarfið er litað af þeim reglum sem þarf að fylgja vegna COVID19 og má fræðast um hvernig þeim er framfylgt í MB hér. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/.
Við í MB erum afar ánægð með að nemendum hefur fjölgað talsvert milli ára og eru nemendur við MB 158 í dag og ekki hafa fleiri nemendur verið skráðir í skólann frá því á vorönn 2012. Þessi fjölgun er á öllum sviðum, staðnemum hefur fjölgað og hafa ekki verið fleiri frá hausti 2017 og stóru tíðindin eru svo fjölgun í röðum fjarnema. En sú tala sem skiptir mestu máli er það sem kallað er nemandi í fullu námi og er fjölgun um 20% milli ára samkvæmt þeim mælikvarða. Við í MB erum mjög sátt með þessa þróun.