Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og síðustu ár mun Borgarbyggð opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenningi þannig að öll geta keypt sér far með bílunum.  Í vetur verða bílarnir opnir alla virka daga þegar starfræktur er grunnskóli í GB eða GBF. Nemendum býðst að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja, þaðan með sérferð í Borgarnes með viðkomu á Hvanneyri. Bíllinn kemur …

Lokað fyrir skráningu í fjarnám

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Við höfum nú lokað fyrir skráningu í fjarnám þar sem orðið er fullt í áföngum. Við þökkum frábærar móttökur og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Upphaf skóla

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag mánudaginn 16. ágúst, var móttaka nýnema hér í MB, dagurinn gekk ljómandi vel og afskaplega gaman að sjá alla glaða, spennta og pínu stressaða hér í dag. Kennsla hefst svo á mánudaginn klukkan 09:00. Það er að mörgu að hyggja við upphaf skóla og ekki síst hjá nýnemum. Það er mikilvægt að allir nemendur og foreldrar/forráðamenn kynni sé …

FJÖRIÐ ER AÐ BYRJA

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við bendum nemendum MB á að í dag hefur verið opnað fyrir stundaskrár í INNU. Allir nemendur og forráðamenn átján ára og yngri geta séð stundaskrá með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, sjá tengil hér; https://inna.is/ Nýnemar mæta í skólann föstudaginn 16da ágúst klukkan 10:00 – 12:00, við hvetjum alla nýnema að mæta með tölvu strax fyrsta …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Brautskráning 2024

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 24. maí voru 34 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Kolbrún Líf Lárudóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Kolbrún hvatti samnemendur sína til að fagna deginum og sagði meðal annars „Þessi þrjú ár sem að ég að ég hef verið í MB hafa verið krefjandi, fjölbreytt, skemmtilegt en fyrst og fremst stútfull af æðislegum minningum og upplifunum. Ég held …

10 ára stúdentar MB – heimsókn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt  að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 …

Náms og skemmtiferð til Dublin

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Dagana 24.- 28. apríl lagði 18 manna hópur starfsfólks MB, auk nokkurra maka, í námsferð til Dublin á Írlandi með það meginmarkmið að heimsækja skóla og stofnanir ásamt því að eiga góða daga saman. KVAN – travel skipulagði ferðina með okkur. Flogið var út snemma á miðvikudagsmorgni og þann dag var farið í heimsókn í ráðuneyti menntamála í Dublin. Þar …

Innritun á haustönn 2024

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 20. mars til og með 7. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700 Innritun eldri nema stendur frá 15. janúar til og með 31. maí 2024. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2024 – 2025 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Arnberg Sigurðsson formaður, Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri, Eiríkur Frímann Jónsson skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til …