Opið hús – lífsnámsvika

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Allir nemendur á stúdentsbrautum sitja fimm áfanga í Lífsnámi, eina viku á önn. Þar læra nemendur okkar á ýmislegt, allt frá jafnrétti og mannréttindum yfir í fjármál. Þessa vikuna er kenndur áfangin FJÁRVIT. Við leggjum mikið upp úr að Lífsnámsvikan sé jafn skemmtileg og hún er gagnleg. Markmiðið er að leggja grunn að því að gera nemendur sjálfbjarga í raunverulegum …

Lokaverkefni – kynning

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …

Hluthafafundur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fundarboð Boðað er til hluthafafundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 16. febrúar 2024  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Dagskrá Ákvörðun aðalfundar um kjör stjórnarmanna frá dags: 14.4.2023 borin undir fundarmenn til staðfestingar. Önnur mál löglega borin upp Borgarnesi  8. febrúar 2024 _______________________________ Bragi Þór Svavarsson, skólameistari

Inniritun á starfsbraut MB hefst 1. febrúar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema á starfsbrautir framhaldsskólanna fyrir fatlaða nemendur hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 29. febrúar. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar https://mms.is/innritun-i-framhaldsskola

Annáll 2023

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fyrst af öllu langar mig til að þakka nemendum, foreldrum og forráðamönnum, stjórn og ekki síst samstarfsfólki í MB fyrir frábært samstarf á árinu. Sá mikli samhugur sem einkennir skólasamfélagið er gríðarlega mikils virði og gerir það að verkum að skólinn er reiðubúinn til að takast á við áskoranir og gera úr þeim tækifæri. Við áramót er öllum hollt að …

Útskrift haustönn 2023

Bragi Þór SvavarssonFréttir

10 nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum og njóta samveru með starfsfólki. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og …

Jólamatur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sú hefð er í heiðri höfð í MB að í síðustu viku fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Sólrún og Rakel framreiða af stakri snilld (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).

Jólapeysudagur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hinn árlegi jólapeysudagur nemenda og starfsfólks MB var í dag. Nemendur og starfsfólk mættu til vinnu í jólapeysum í tilefni dagsins (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).

Innritun á vorönn 2024

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2024 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Vetrarfrí í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Vetrarfrí í MB 26. og 27. október 2023.  Öll kennsla fellur niður þessa daga.  Kennsla hefst mánudaginn 30. október kl. 9:00.  Hafið það sem allra best í fríinu!