Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”.

Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum?

Mjög áhugaverður hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur, sjá hér að neðan.

Ráðstefnunnni verður streymt á heimasíðu og Facebooksíðu Menntaskóla Borgarfjarðar, á Vísi.is og á eSport rásinni í sjónvarpinu.

Skráning og upplýsingar

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð https://forms.gle/FNrsCcZzmhAPPo9p7

Við munum uppfæra dagskrá og helstu upplýsingar á þessari síðu: https://menntaborg.is/radstefna/

Tengil á ráðstefnusíðuna á Facebook má finna hér: https://www.facebook.com/events/2943406532373208/