Upphaf kennslu

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag hófst skólaárið formlega hér í MB.  Nýnemar komu í heimsókn, fengu sér hressingu, hittu umsjónarkennara, fengu stundaskrá og komu sér inn í tæknilega þætti eins og aðgang að kerfum og kennslukerfi. Það var frábært að sjá húsið lifna við og nemendur augljóslega spenntir fyrir þeim áskorunum sem að nýr skóli er.  Við starfsfólk skólans höfum unnið af kappi við að undirbúa skólaárið og meðal annars fengið góða gesti til að brýna okkur. Amalía Björnsdóttir hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands fjallaði um námmat og sérstaklega á tímum COVID. Aldís Arna frá Streituskólanum hélt erindið „Ró í ólgusjó“  þar sem hún fjallaði um tilfinningar og streitu á tímum samfélagslegrar ógnar, sbr. Covid.

Á morgun hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá. Við í MB erum svo heppin að geta tekið allt nám inn í skólann. Við þurfum hinsvegar að fara eftir mörgum reglum til að standast kröfur og hér má nálgast allt um þær reglur sem gilda fyrir starf framhaldsskóla og MB. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/