Neyðarstig vegna Covid-19

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/

Nemendur og starfsfólk sem hafa kvef eða inflúensueinkenni eru hvött til að vinna að heiman ef þess er kostur og nemendur tilkynna sig inn í Innu. Minnt er á að forðast heimsóknir til aldraðra og þeirra sem veikir eru fyrir til að hindra smit. Ef á heimili ykkar eru slíkir einstaklingar er heimilt að vinna að heiman, tilkynnið það til skólameistara Braga Þórs, bragi@menntaborg.is. Við í MB munum gera allt til að  styðja þá í náminu sem þurfa að vera í sóttkví eða heima út af undirliggjandi sjúkdómum.

Rétt er þó að taka fram að kennsluáætlunum verður ekki breytt og engir frestir fyrirfram gefnir á verkefnaskilum.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að eitt af tækjum Almannavarna til að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms er samkomubann og eða lokun skóla. Það skal tekið fram að ekkert slíkt er í bígerð en við í MB erum þó undir það búin og erum að vinna tillögur að því hvernig við bregðumst við slíku ef til kæmi.  Aðalmarkmið okkar er að slíkt hefði sem minnst áhrif á námframvindu eða námslok okkar nemenda. Við í MB teljum að okkar tækni og símat yfir önnina muni hjálpa til við að skerða kennslu sem minnst.

Ef spurningar vakna vegna viðbragðs skólans má alltaf hafa samband beint við skólameistara í síma 8444259

Viðbragðsáætlun (Uppfærð 09.mars 2020) MB má nálgast hér https://menntaborg.is/wp-content/uploads/2020/03/Vo%CC%88rn-gegn-va%CC%81_MB-09.03.2020.pdf