Íþróttafræðibraut

Á íþróttafræðibraut – félagsfræðasviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á félagsfræðabraut s.s. félagsfræði, sálfræði, kynjafræði og uppeldisfræði.

Á íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á náttúrufræðibraut s.s. eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Nemendur á íþróttafræðibraut fá undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta–, kennslu– og heilsufræðum. Nám á íþróttafræðibraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.).

Þjálfararéttindi

Nemendur á íþróttafræðibraut geta fengið námið metið til þjálfararéttinda 1 og 2 hjá Íþrótta– og Ólympíusambandi Íslands. 

Takmörkun á skólastarfi

Það eru mjög sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu öllu, við erum að upplifa fordæmalitla viðburði. Gerum það sem gera þarf og fylgjum leiðbeiningum þeirra sem að vita allt um þann sjúkdóm sem herjar á heimsbyggðina. Hlustum á Landlækni og Almannavarnir! Takmörkun á skólastarfi er tímabundin frá 16. mars til 12. apríl 2020.

Við í MB ætlum og munum halda ótrauð áfram okkar námi og kennslu. Við ætlum ekki að láta þessar breyttu aðstæður kollvarpa okkar áætlunum um framgang í námi. Hér að neðan eru nokkrar staðreyndir sem við þurfum að fara eftir.

  • Kennsla mun halda áfram á námsvef MOODLE, í gegnum TEAMS, með samskiptaforritum svo sem FB og fleiri. Kennarar munu ekki allir nota alveg sömu tækni en munu kynna ykkur nemendum þá leið sem hentar þeim og þeirra námsefni.
  • Við höldum áfram að vinna eftir kennsluáætlun sem fyrir liggur, mögulega verða gerðar breytingar en kennari tilkynnir það þá
  • Kennari verður online á þeim tíma sem kennslustund á að vera samkvæmt stundaskrá
  • Mæting verður tekin á þeim tíma sem kennslustundir eiga að vera
  • Verkefnaskil verða alveg eins og verið hefur
  • Skólinn er LOKAÐUR nemendum
  • Starfsfólk má mæta til vinnu og við munum vera í skólanum og starfa.
  • Við hvetjum ykkur nemendur til að vera í sambandi við skólann ef spurningar vakna

Bréf frá Almannavörnum

Allir nemendur, starfsfólk og foreldrar fengu bréf frá Almannavörnum er varða viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Við hvetjum alla til að lesa bréfið og kynna ykkur efni þess. Hér er bréfið á íslensku, ensku og pólsku.

Viðburðir

mars, 2020

Engir viðburðir

X