MB úr leik í Gettu betur.

Svava, Þórður og Erla

Lið MB í Gettu betur, atti kappi við lið FG rétt í þessu. Keppnin var jöfn og spennandi og enduðu leikar 16 – 22 fyrir FG. Okkar krakkar geta verið mjög sátt enda keppnin spennandi fram á lokaspurningu.
Okkar lið sat í hljóðveri í Borgarnesi og hinn viðkunnalegi Gísli Einarsson var tæknimaður í þessari beinu útsendingu.

Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Hér má sjá hluta hópsins að æfingum, ásamt þjálfara.

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun 8. janúar kl. 20:30 á RUV null.  Lið MB skipa þau Erla Ágústsdóttir, Svava Björk Pétursdóttir og Þórður Brynjarsson. Varamaður er Haukur Ari Jónasson og þjálfari er Þorkell Már Einarsson.

Nemendur MB í fremstu röð

Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Viðburðir

janúar, 2020

Engir viðburðir

X