Fjarnám við MB!

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundin hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig.  Í Menntaskóla Borgarfjarðar er mikil áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Fjarnemendur mæta aldrei í skólann en eru þó velkomnir í tíma ef það hentar. Samskipti nemenda og kennara fara að mestu leyti fram í gegnum tölvupóst en nemendur geta þó hringt til að fara yfir stöðuna með kennurum.

Námsefni og kröfur í fjarnámi MB eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Skólahald eftir 4. maí

Mánudaginn 4. maí kl. 8:20 opnum við skólann eins mikið og hægt er, miðað við þær reglur og takmarkanir sem okkur eru settar sem við að sjálfsögðu hlítum. Mjög mikilvægt er að allir sýni ábyrgð og fylgi reglum sóttvarnayfirvalda um handþvott, sótthreinsun og fjarlægðarmörk.

Opnunartími skrifstofu verður með hefðbundnum hætti og þar geta nemendur leitað upplýsinga um allt sem þeim þykir óljóst. Náms- og starfsráðgjafi er til viðtals á hefðbundnum tíma en panta þarf tíma í viðtal.

Við munum skipta skólanum upp í tvö rými 

Efri hæð – þar sem gengið er inn á bakvið hús, upp stiga og inn í kennslustofur og skrifstofuhúsnæði á efri hæð

Neðri hæð – hefðbundinn inngangur

Brautskráning MB er dagsett föstudaginn 29. maí. Nánar verður tilkynnt hvort sú tímasetning breytist eða hvernig athöfninni verður háttað þegar nær dregur.

Innritun á haustönn 2020

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Viðburðir

maí, 2020

Engir viðburðir

X