Upphaf skóla

Það gleður okkur í Menntaskóla Borgarfjarðar að staðfesta að skólastarf í MB mun hefjast samkvæmt áætlun.

Nýnemar mæta miðvikudaginn 19. ágúst kl. 9 og hefðbundin kennsla hefst fimmtudaginn 20. ágúst samkv. stundaskrá.

Við minnum enn og aftur á að nemendur geta nú þegar skráð sig inn á Innu https://www.inna.is/  (með rafrænum skilríkjum) og nálgast stundaskrána sína og bókalista má sjá hér; https://menntaborg.is/namid/bokalistar/

Skólastarf og skipulag mun bera keim af takmörkunum vegna COVID -19 en Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar  sem tekur gildi 14. ágúst og gildir til 27. ágúst. Byggt á þessum tillögum getum við í MB skipulagt starf okkar næstu vikur.  Við biðjum nemendur og forráðamenn að kynna sér þetta vel!  

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Augl%c3%bdsing%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomum%20vegna%20fars%c3%b3ttar%2014.%20%c3%a1g%c3%bast%202020_1208_hreint%20skjal.pdf

Það er ljóst miðað við þessar reglur að við í MB munum geta fengið nemendur inn í húsnæði skólans til að sinna sínu námi.  Kennsla verður þó ekki með hefðbundnu sniði heldur þarf að taka tillit til þeirra reglna sem okkur eru settar.

Hér að neðan má sjá til hvaða ráðstafana við grípum til að koma til móts við nýsettar reglur:

  • Uppröðun í kennslustofum er þannig að nemendur sitja ávallt einir með að lágmarki einn metra á milli.
  • Til að fylgja fjöldatakmörkunum verður skólanum skipt  í þrjú svæði með sér inngangi.
  • Kennarar munu í einhverjum tilfellum bera grímur í kennslustundum til að auka öryggi, það er ekki skylda að gera slíkt en hinsvegar mjög eðlileg varúðarráðstöfun.
  • Í öllum rýmum skólans er fjöldi sótthreinsistöðva, nemendur eru hvattir til að sótthreinsa sig reglulega og handþvottur er mjög mikilvægur.
  • Þrif og sótthreinsun verður stóraukin á skólatíma
  • Starfsemi mötuneytis verður með breyttu sniði og við látum vita þegar það kemur í ljós.

Starfsfólk skólans mun gera allt til að nemendur geti stundað nám sitt. Það er þó ljóst að þessar ráðstafanir eru allar gerðar til þess að lágmarka hættuna á því að smit komi upp og því mjög mikilvægt að nemendur og starfsfólk fari í einu og öllu eftir reglum.

Bragi Þór Svavarsson skólameistari 

Opnun skrifstofu

Skrifstofa MB  hefur opnað aftur eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8:00 – 15:00 alla virka daga. Hægt er að hafa samband í síma 4337700 eða með því að senda tölvupóst á menntaborg@menntaborg.is

Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og skipulag verða tilkynntar í tölvupósti til nemenda og eða  forráðamanna og birtar hér á miðlum MB þegar þær eru tilbúnar.

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hafa nú tekið gildi hertar sóttvarnarreglur vegna COVID – 19. Þær taka á fjölda einstaklinga sem koma saman og miðast nú við 100 manns. Þá  er  tveggja metra reglan í gildi og er ekki valfrjáls. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst.

Við í MB fylgjumst grannt með framvindu mála og munum bregðast við og láta vita ef hertar reglur hafa  áhrif á skólabyrjunina en á áætlun er að  skólinn hefjist með afhendingu stundakrár og dagskrá fyrir nýnema þann 19. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst fimmtudaginn 20. ágúst.

Kær kveðja

Starfsfólk MB

Fjarnám við MB

Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er mikil áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Fjarnemendur mæta aldrei í skólann en eru þó velkomnir í tíma ef það hentar.  Námsefni og kröfur í fjarnámi MB eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Við í MB erum afar stolt af því hvernig við höldum persónulegum tengslum við nemendur okkar í fjarnámi.

Allar frekari upplýsingar má sjá hér; https://menntaborg.is/dreifnam/

Frekari upplýsingar og skráning í námið fer fram með því að senda póst á menntaborg@menntaborg.is

Viðburðir

september, 2020

Engir viðburðir

X