Innritun stendur yfir

Við minnum á að innritun í MB stendur yfir og að innritun nemenda lýkur þann 10. júní.

Við viljum benda öllum áhugasömum um að sækja sem fyrst um og ef einhverjar spurningar eru þá má alltaf hafa samband við skrifstofu skólans. Við tökum vel á móti öllum.

Sjá nánar hér: https://menntaborg.is/umsokn-um-skolavist/

Velkomin í MB

Ný stjórn nemendafélags MB

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2020 – 2021 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þeir Marinó Þór Pálmason formaður, Daníel Fannar Einarsson gjaldkeri, Bjartur Daði Einarsson skemmtanastjóri og Gunnar Örn Ómarsson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

Menntun fyrir störf framtíðar

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, heldur þann 19. maí stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”.

Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum?

Mjög áhugaverður hópur fyrirlesara ætlar að ræða sína framtíðarsýn og deila með okkur, sjá hér að neðan.

Ráðstefnunnni verður streymt á heimasíðu og Facebooksíðu Menntaskóla Borgarfjarðar, á Vísi.is og á eSport rásinni í sjónvarpinu.

Skráning og upplýsingar

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð https://forms.gle/FNrsCcZzmhAPPo9p7

Við munum uppfæra dagskrá og helstu upplýsingar á þessari síðu: https://menntaborg.is/radstefna/

Tengil á ráðstefnusíðuna á Facebook má finna hér: https://www.facebook.com/events/2943406532373208/

Viðburðir

júli, 2020

Engir viðburðir

X